banner
   fim 06. september 2018 08:30
Magnús Már Einarsson
Santo stjóri Man Utd í framtíðinni?
Powerade
Nuno Espirito Santo stjóri Wolves.
Nuno Espirito Santo stjóri Wolves.
Mynd: Getty Images
Paul Pogba á sinn stað í slúðrinu.
Paul Pogba á sinn stað í slúðrinu.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru alltaf með puttann á púlsinum. Hér er helsta slúður dagsins.



Paul Pogba (25) miðjumaður Manchester United ætlar ekki að reyna að fara frá félaginu í janúar. (Mirror)

Manchester City ætlar að reyna að fá Junior Firpo (22) vinstri bakvörð Real Betis. Firpo getur einnig spilað sem miðvörður en hann er metinn á 54 milljónir punda. (Sun)

Nuno Santo, stjóri Wolves, er kominn á lista yfir mögulega eftirmenn Jose Mourinho hjá Manchester United. (Bild)

Harry Maguire (25) varnarmaður Leicester og enska landsliðsins, segist ekki skila hvernig Þjóðadeildin virkar. (Telegraph)

Wes Hoolahan (36) fyrrum miðjumaður Norwich gæti verið á leið til WBA. (Eastern Daily Press)

Ivan Rakitic (30) miðjumaður Barcelona og króatíska landsliðsins segir að stór félög hafi viljað krækja í sig í sumar. Rakitic ákvað sjálfur að vera áfram hjá Barcelona. (Novi List)

Sunderland er að íhuga að reka varnarmanninn Papy Dijlobodji eftir að hann mætti loksins til æfinga í gær, 72 dögum of seint eftir sumarfrí. (Sun)

Real Madrid bauð Marco Asensio (22) að fá treyju númer 7 eftir að Cristiano Ronaldo fór til Juventus en Asensio hafnaði því. (Cope)

Fulham vill verðlauna markvörðinn Marcus Bettinelli (26) með nýjum samningi en hann var kallaður í enska landsliðið í vikunni. (Sun)

Lazar Markovic, kantmaður Liverpool, hefur neitað sögusögnum um að félagaskipti hans til Anderlecht hafi ekki gengið í gegn í síðustu viku vegna peninga. (Independent)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner