Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 06. september 2020 16:29
Victor Pálsson
3. deild: Þriðja tap Reynis í fjórum leikjum
Reynismenn töpuðu.
Reynismenn töpuðu.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Það var nóg um að vera í 3. deild karla í dag en fjórum leikjum er nú lokið. Það vantaði ekki upp á mörkin eins og venjan er.

Reynir Sandgerði hefur verið að misstíga sig í undanförnum leikjum og tapaði 2-0 gegn Hetti/Huginn á útivelli.

Reynismenn hafa tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum eftir að hafa verið lengi taplausir á toppnum.

KV situr á toppi deildarinnar með 31 stig eftir leik við Álftanes á sama tíma. KV hafði betur 3-1 á Álftanesi og er með tveggja stiga forskot á toppnum.

Vængir Júpíters unnu þá 4-2 sigur á Einherja og Sindri lagði Tindastól með tveimur mörkum gegn engu.

Höttur/Huginn 2 - 0 Reynir S.
1-0 Jesús Perez Lopez('12)
2-0 Fernando Garcia Castellanos('18)
Rautt spjald: Benedikt Jónsson(Reynir S, '87)

Álftanes 1 - 3 KV
1-0 Jonatan Aaron Belanyi('26)
1-1 Björn Axel Guðjónsson('48)
1-2 Einar Már Þórisson('54)
1-3 Þorsteinn Örn Bernharðsson('82)

Sindri 2 - 0 Tindastóll
1-0 Sigursteinn Már Hafsteinsson('65)
2-0 Sævar Gunnarsson('85)
Rautt spjald: Hamish Robert Thomson(Tindastóll, '64)

Vængir Júpíters 4 - 2 Einherji
1-0 Andi Andri Morina('3)
2-0 Gunnar Jökull Johns('14)
2-1 Georgi Karaneychev('38)
3-1 Gunnar Jökull Johns('57, víti)
3-2 Todor Hristov('59)
4-2 Björgvin Geir Garðarsson('88, sjálfsmark)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner