Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 06. september 2020 10:16
Victor Pálsson
Callum Wilson fer til Newcastle - Tilboðið samþykkt
Mynd: Getty Images
Framherjinn Callum Wilson er á leið til Newcastle í ensku úrvalsdeildinni en hann hefur undanfarin ár spilað með Bournemouth.

The BBC greinir frá því í dag að Bournemouth sé búið að samþykkja 20 milljóna punda tilboð Newcastle í leikmanninn.

Wilson er 28 ára gamall en hann hefur ekki áhuga á að leika með Bournemouth í næst efstu deild. Félagið féll úr úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Wilson skoraði 67 mörk í 184 leikjum fyrir Bournemouth en hann kom til félagsins frá Coventry fyrir sex árum síðan.

Sóknarmaðurinn hefur einnig skorað eitt mark fyrir enska landsliðið sem kom í leik gegn Bandaríkjunum í nóvember árið 2018.

Newcastle er einnig nálægt því að semja við vængmanninn Ryan Fraser á frjálsri sölu en hann lék einnig með Bournemouth við góðan orðstír.

Athugasemdir
banner
banner
banner