Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 06. september 2021 15:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Á klárlega möguleika á því að verða frábær markvörður
Icelandair
Cecilía Rán eftir landsleik gegn Írlandi í júní.
Cecilía Rán eftir landsleik gegn Írlandi í júní.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Cecilía Rán Rúnarsdóttir mun ganga í raðir Everton eftir tímabilið. Cecilía er átján ára gömul og er núna hjá Örebro í Svíþjóð.

Hún er uppalin hjá Aftureldingu en lék með Fylki síðustu tímabilin áður en atvinnumennskan kallaði á hana. Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson var spurður út í þetta skref hjá markverðinum efnilega.

Hversu stórt er þetta fyrir hana og mögulega framtíð landsliðsins?

„Skrefið er náttúrulega mjög stórt og vonandi verður það þannig að hún fái að spila hjá Everton, fái að þróast og þroskast og takast á við það verkefni að spila í ensku úrvalsdeildinni," sagði Steini.

„Við höfum séð hana núna taka skref til Örebro þar sem hún er að spila tiltölulega lítið þannig maður vonast til að þetta skref verði til þess að hún spili reglulegar og meira. Það er framtíðin sem mun leiða það í ljós og hennar möguleikar á því að verða frábær markvörður eru klárlega fyrir hendi," bætti Þorsteinn við.

Cecilía á að baki þrjá A-landsleiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner