Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 06. september 2021 20:20
Ívan Guðjón Baldursson
Barbára Sól skoraði í sigri Bröndby
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Barbára Sól Gísladóttir var í byrjunarliði Bröndby og skoraði í 2-1 sigri gegn Nordsjælland í efstu deild danska boltans í gær.

Gestirnir frá Norður-Sjálandi leiddu í hálfleik en Barbára jafnaði í síðari hálfleik og fullkomnaði Nanna Christiansen endurkomuna með marki úr vítaspyrnu.

Bröndby er í þriðja sæti með 10 stig eftir 5 umferðir, fimm stigum eftir toppliði Koge.

María Catharina Ólafsdóttir Gros var þá í sigurliði Celtic FC sem lagði Motherwell á útivelli í fyrstu umferð í skoska boltanum á meðan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir spilaði allan leikinn í 1-1 jafntelfi Orlando Pride gegn Houston Dash í Bandaríkjunum.

Gunnhildur og stöllur eru í fjórða sæti með 25 stig eftir 18 umferðir.

Að lokum var Alex Þór Hauksson ónotaður varamaður er Öster gerði 1-1 jafntefli við Vasteras í sænsku B-deildinni. Öster er í fallbaráttu, með 21 stig eftir 19 umferðir.

Bröndby 2 - 1 Nordsjælland
0-1 K. Kuhl ('30)
1-1 Barbára Sól Gísladóttir ('51)
2-1 Nanna Christiansen ('65, víti)
Rautt spjald: A. Riefner, Nordsjælland ('67)

Aberdeen 2 - 4 Celtic
0-1 C. Wellings ('14)
1-1 K. Clark ('22, sjálfsmark)
1-2 C. Craig ('24)
1-3 C. Wellings ('80)
2-3 Shore ('87)
2-4 C. Craig ('93, víti)

Orlando Pride 1 - 1 Houston Dash
0-1 R. Daly ('10)
1-1 T. Kornieck ('79)

Öster 1 - 1 Vasteras
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner