Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 06. september 2021 19:45
Ívan Guðjón Baldursson
Birkir og Birkir heiðraðir fyrir leikinn gegn Þýskalandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Bjarnason og Birkir Már Sævarsson verða heiðraðir fyrir leikinn gegn Þýskalandi í undankeppni HM á miðvikudaginn.

Þeir félagarnir léku báðir landsleik númer 100 þegar Norður-Makedónía heimsótti Laugardalsvöll í gær og gerði 2-2 jafntefli í undankeppni fyrir HM í Katar.

Birkir og Birkir verða heiðraðir sérstaklega áður en þjóðsöngvar verða leiknir og vill KSÍ hvetja vallargesti til að mæta tímanlega og hylla leikmennina.

Birkir Bjarnason, fæddur 1988, hefur skorað 14 mörk í þessum landsleikjum auk þess að eiga 46 leiki að baki fyrir yngri landsliðin.

Birkir Már Sævarsson, fæddur 1984, hefur gert þrjú mörk fyrir landsliðið.

Birkir og Birkir munu fá afhent málverk fyrir þennan áfanga við fyrsta tækifæri. Þetta er stór áfangi í sögu A-landsliðs karla þar sem Rúnar Kristinsson var fyrir þetta sá eini til að spila yfir 100 landsleiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner