Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 06. september 2021 20:40
Ívan Guðjón Baldursson
EM U21: Færeyjar náðu jafntefli við Frakkland
Mark frá Amine Gouiri nægði ekki Frökkum í Færeyjum. Hér er hann í baráttu við Kolbein Þórðarson á Evrópumótinu sem fór fram í mars.
Mark frá Amine Gouiri nægði ekki Frökkum í Færeyjum. Hér er hann í baráttu við Kolbein Þórðarson á Evrópumótinu sem fór fram í mars.
Mynd: EPA
Það fóru nokkrir leikir fram í undankeppni U21 árs landsliða fyrir EM 2023 í kvöld.

Portúgal, sem er með Íslandi í riðli, lagði Hvíta-Rússland að velli 1-0. Bæði Portúgal og Ísland eru því með þrjú stig eftir fyrstu umferð og höfðu bæði lið betur gegn Hvítrússum.

Það urðu óvænt úrslit í H-riðli þar sem Frakkar deila toppsæti riðilsins með Færeyjum eftir óvænt jafntefli.

Færeyingar eru þó búnir að tapa einum leik á meðan Frakkar eru taplausir.

Ísland á heimaleik gegn Grikklandi á morgun á meðan Frakkar taka á móti Liechtenstein. Færeyjar eiga næst heimaleik við Norður-Makedóníu í október.

Portúgal U21 1 - 0 Hvíta-Rússland U21
1-0 Fabio Vieira ('32, víti)

Færeyjar U21 1 - 1 Frakkland U21
0-1 Amine Gouiri ('8)
1-1 Steffan Lokin ('55)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner