Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 06. september 2021 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Formaður Leiknis F. biður stjórn KSÍ afsökunar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er mikil ólga í íslensku samfélagi þessa dagana eftir að ýmsar sögur spruttu upp varðandi hegðun íslenskra landsliðsmanna í knattspyrnu.

Einhverjir hafa gagnrýnt hlut KSÍ í málinu og sendu neðrideildafélög sameiginlegt bréf á stjórn KSÍ þar sem hún var beðin um að segja af sér.

Magnús Björn Ásgrímsson, formaður Leiknis F., skrifaði undir bréfið en dauðsér eftir því og segist ekki hafa gert jafn stór mistök á þeim tæpu 25 árum sem hann hefur starfað fyrir félagið.

Magnús birti færslu um málið á Facebook sem má lesa hér fyrir neðan. Þar biðst hann meðal annars afsökunar á að hafa sett nafn sitt og Leiknis F. í bréfið.

„Kæru stjórnarmenn, langar að biðja ykkur afsökunar á að hafa sett mitt nafn (og UMF Leiknis) undir bréf 'neðrideildafélaga' með kröfu um aukaþing sambandsins," segir meðal annars í færslu Magnúsar.

„Þar hjó sá er hlífa skyldi. Ég held að ég hafi ekki séð jafn mikið eftir neinni ákvörðun á þeim tæpa aldarfjórðungi sem ég hef starfað fyrir UMF Leikni.

„Jafnframt þakka ég fyrir ykkar ómetanlega framlag til íslenskrar knattspyrnu og vona að einhver ykkar og helst sem flest, gefið kost á ykkur til áframhaldandi stjónarsetu eftir aukaþingið."



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner