Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 06. september 2021 15:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gekk ekki að fá æfingaleik í landsleikjaglugganum
Icelandair
Ísland spilar einn leik í næsta glugga.
Ísland spilar einn leik í næsta glugga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska kvennalandsliðið leikur einn leik í undankeppni HM í þessum mánuði.

„Við komum saman 15. september og fáum einhverja fimm, sex daga fram að leik... þetta er okkar hópur og ég hlakka til að takast á við þetta verkefni með þeim," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna, á fréttamannafundi er landsliðshópurinn var tilkynntur.

Það er aðeins einn leikur í verkefninu, gegn Hollandi í undankeppni HM. Þorsteinn segir að það hafi verið reynt að fá æfingaleik líka en það hafi ekki gengið upp.

„Við reyndum. Við erum ein af þremur þjóðum sem eru ekki að spila fyrri part þessa glugga. Af því að við erum í fimm liða riðli, þá lendir þetta þannig að það eru bara þrjú lið í Evrópu sem eru ekki að spila. Við, Úkraína og Finnlands," sagði Þorsteinn.

„Úkraína er að spila heima; við vildum ekki fara til Úkraínu og þær vildu ekki koma hingað. Finnland er að spila heima; þær vildu ekki koma hingað og við vildum ekki fara til Finnlands."

„Það var umræða um þjóðir utan Evrópu, en það gekk ekki. Við reyndum en það er ekki auðvelt í þessu ástandi að fá lið hingað í einn leik."
Athugasemdir
banner
banner
banner