Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 06. september 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Koma Ronaldo slæm fyrir Van de Beek
Donny van de Beek
Donny van de Beek
Mynd: EPA
Guido Albers, umboðsmaður Donny Van de Beek, segir að koma Cristiano Ronaldo til Manchester United séu slæmar fréttir fyrir skjólstæðing hans.

United keypti Ronaldo frá Juventus undir lok gluggans fyrir um það bil 13 milljónir punda og gerði hann að launahæsta leikmanni ensku úrvalsdeildarinnar.

Þetta gæti þýtt það að hollensk imiðjumaðurinn fái minni spiltíma á tímabilinu en gert var ráð fyrir.

„Cristiano kom á föstudag og við vissum að það væru slæmar fréttir fyrir okkur. Pogba spilar vinstra megin á miðjunni og nú þegar Ronaldo er kominn það þýðir að það kemur aukamaður inn á miðjuna, þar sem Pogba færist til," sagði Albers við Ziggo Sport.

„Við ræddum við Solskjær og stjórnina. Við tókum á skarið og reyndum að finna klúbb og þá kom Everton upp. Við fórum í viðræður við Marcel Brands og Farhad Moshiri en á mánudag fengum við símtal frá Solskjær og félagið sagði okkur að það væri ekki í boði að fara og hann þyrfti að mæta á æfingu daginn eftir," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner