Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér að áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
Ómar Ingi: Eðlilega verður róðurinn þyngri
Siggi Höskulds: Áttum að skora miklu fleiri mörk
Mikael: Ef menn vilja vera áfram í KFA þurfa menn að horfa á þennan leik
Eyþór: Talað um báða titlana frá fyrsta samtali
Marc McAusland: Lífið er gott í ÍR
   mán 06. september 2021 12:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kristian Nökkvi: Þá kom Tadic og sagði 'heitir hann ekki Kevin?'
Icelandair
Kristian Nökkvi Hlynsson á æfingu U21 landsliðsins.
Kristian Nökkvi Hlynsson á æfingu U21 landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn 17 ára gamli Kristian Nökkvi Hlynsson byrjaði hjá U21 landsliðinu í sigri gegn Hvíta-Rússlandi í síðustu viku.

Þessi efnilegi miðjumaður er á mála hjá Ajax í Hollandi. Hann ræddi við Fótbolta.net fyrir æfingu U21 landsliðsins í Árbæ í dag.

„Mér fannst við spila frekar vel. Við náðum í sigur og það er það mikilvægasta," segir Kristian um leikinn við Hvíta-Rússland. Hann var sáttur með sína frammistöðu í leiknum.

„Þetta var mjög fínn leikur, að koma sér inn í liðið og maður spilaði fínt."

Hann segir að eldri bróðir sinn, Ágúst, hafi hjálpað sér að komast inn í hópinn. Þeir spiluðu saman í leiknum við Hvíta-Rússlandi en Ágúst kom inn á sem varamaður.

„Eldri bróðir minn er í liðinu og hann tekur mig undir sinn væng. Ég hafði aldrei spilað með honum en ég hef spilað á móti honum tvisvar sinnum. Það var mjög skemmtilegt að spila með honum, það er fínt 'chemistry' á milli okkar."

Kristian hefur verið að æfa með aðalliði Ajax. Þar er hann kallaður 'Kevin de Bruyne' eins og má lesa um hérna.

„Ég er kallaður Kevin í aðalliðinu. Ég átti að taka nýliðavígslu þar og segja nafnið mitt 'Kristian' og þá kom (Dusan) Tadic og sagði: 'Heitir hann ekki Kevin?' Það var mjög fyndið."

„Þetta tímabil ætla ég að reyna að vera í varaliðinu og gera vel þar," sagði Kristian en varalið Ajax spilar í B-deildinni í Hollandi.

Næsti leikur hjá U21 landsliðinu er gegn Grikklandi á morgun. „Við erum á góðum stað núna en þurfum að vinna næsta leik.," sagði Kristian.

Sjá einnig:
De Boer líkir Kristian Nökkva við De Bruyne
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner