mán 06. september 2021 12:52
Elvar Geir Magnússon
Látinn eftir 39 ár í dái
Mynd: Getty Images
Jean-Pierre Adams, fyrrum varnarmaður franska landsliðsins, er látinn 73 ára að aldri.

Hann hafði verið í dái í 39 ár eftir mistök sem voru gerð í skurðaðgerð á sjúkrahúsinu í Lyon.

Árið 1982 sleit hann liðbönd í hné og fór í aðgerð, þegar hann fékk deyfilyf voru gerð mistök sem leiddu til þess að hann fór í hjartastopp og varð fyrir heilaskaða.

Þegar aðgerðin var framkvæmd voru margir starfsmenn sjúkrahússins í verkfalli og svæfingalæknirinn að störfum var að hugsa um átta sjúklinga í einu.

Adams hafði spilað fyrir Nimes og Nice auk þess sem hann lék 22 landsleiki fyrir Frakkland.

Síðan slysið átti sér stað hefur Bernadette eiginkona Adams séð um hann alla tíð. Í fjóra áratugi sá hún um að hann fengi næringu, skipti um föt á honum, kom í veg fyrir legusér, gaf honum gjafir og talaði við hann.

Hún sagði í viðtali 2007 að hann væri með lyktarskyn og heyrn en gæti ekki séð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner