Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 06. september 2021 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Leik Gíneu og Marokkó aflýst vegna tilraunar til valdaráns
Naby Keita er fyrirliði Gíneu
Naby Keita er fyrirliði Gíneu
Mynd: Getty Images
Skelfing greip sig í Gíneu í gær þegar Marokkó og Gínea áttu að mætast í undankeppni HM en herinn gerði tilraun til valdaráns þar í landi.

Lið Marokkó lenti í Gíneu á föstudag og tók eina æfingu en í gærmorgun var liðið læst inn á hóteli eftir að skotárás hófst fyrir utan hótelið.

Herinn gerði þá tilraun til valdaráns. Herinn lýsti því yfir skömmu síðar að það hafi tekist en örlög Alpha Conde, forseta Gíneu, eru óljós.

Varnarmálaráðuneyti Gíneu heldur þó öðru fram og að tilraun hersins hafi ekki borið árangur.

Leik Marokkó og Gíneu var aflýst og var landslið Marokkó flutt með flýti út á flugvöll seint í gær. Ekki er vitað hvort leikmenn Gíneu hafi komist úr landi.

Naby Keita, leikmaður Liverpool, er fyrirliði Gíneu og þá leikur Amadou Diawara, leikmaður Roma, einnig fyrir þjóðina.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner