Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 06. september 2021 12:32
Elvar Geir Magnússon
Liverpool: Keita er öruggur og líður vel
Naby Keita, leikmaður Liverpool og Gíneu.
Naby Keita, leikmaður Liverpool og Gíneu.
Mynd: Getty Images
Talsmaður Liverpool segir að Naby Keita sé öruggur og að honum líði vel en félagið vinnur nú að því að koma honum frá Gíneu.

Herinn gerði tilraun til valdaráns í Gínu en Keita átti að leika landsleik fyrir þjóðina gegn Marokkó.

Háir skothvellir heyðust við forsetahöllina, leiknum var aflýst og landslið Marokkó flutt með flýti út á flugvöll. Það flaug svo heim heilu og höldnu.

„Við erum í stöðugu sambandi við hann og yfirmenn landsliðsins. Við erum ánægð með að hann sé öruggur og vel hugsað um hann. Augljóslega er staðan ótrygg og við erum að vinna í því að koma honum aftur til Liverpool," segir talsmaður Liverpool um stöðuna hjá Keita.

Búið er að loka landamærum Gíneu eftir valdaránstilraunina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner