mán 06. september 2021 09:25
Elvar Geir Magnússon
Lukaku hélt upp á 100. leikinn með 67. markinu
Lukaku heiðraður fyrir 100 leiki.
Lukaku heiðraður fyrir 100 leiki.
Mynd: Getty Images
Romelu Lukaku fagnaði 100. landsleik sínum fyrir Belgíu með því að skora sitt 67. landsliðsmark í þægilegum sigri gegn Tékklandi í undankeppni HM.

Þessi 28 ára sóknarmaður skoraði fyrsta markið í 3-0 sigurleik. Eden Hazard skoraði annað mark leiksins en það var hans fyrsta landsliðsmark síðan í nóvember 2019.

Lukaku átti svo stoðsendinguna á Alexis Saelemaekers sem skoraði þriða mark leiksins.

Lukaku er sjötti Belginn sem nær 100 landsleikjum en Jan Vertonghen á metið, hann er kominn með 132 landsleiki og er enn að.

Hazard er næst markahæsti leikmaður Belga frá upphafi með 33 mörk.

Þá má geta þess að Lukaku fékk gult spjald í leiknum í gær sem þýðir að hann missir af leiknum gegn Hvíta-Rússlandi á miðvikudag. Hann snýr því aftur til London til að búa sig undir næstu leiki með Chelsea.

Belgar eru á toppi E-riðils með þrettán stig úr fimm leikjum, sex stigum á undan Tékkum sem eru í öðru sæti. Wales er með sex stig en á tvo leiki til góða.
Athugasemdir
banner
banner