Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 06. september 2021 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Öll svör Steina á fundinum - „Þetta var erfitt val"
Icelandair
Landsliðsþjálfarinn
Landsliðsþjálfarinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjórar breytingar frá leikjunum gegn Írlandi.
Fjórar breytingar frá leikjunum gegn Írlandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karólína fékk höfuðhögg.
Karólína fékk höfuðhögg.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag í tilefni þess að landsliðshópurinn fyrir leikinn gegn Hollandi seinna í þessum mánuði var opinberaður.

Fjórar breytingar eru á hópnum frá því í júní þegar landsliðið lék tvo leiki gegn Írlandi.

Smelltu hér til að sjá landsliðshópinn

Fyrir utan Söru Björk, voru einhverjir leikmenn sem þú vildir velja en gast ekki valið vegna meiðsla eða annarra ástæðna?

„Nei, það er enginn leikmaður sem var ekki klár í verkefnið eins og staðan er í dag. Þær voru allar heilar sem maður var með í huga. Það eru margir leikmenn á góðum stað, margir leikmenn að taka góð skref. Þetta var erfitt val, ég ítreka: það eru margir leikmenn sem eru að gera góða hluti og ég held að framtíðin okkar sé björt."

Þessir fjórir leikmenn sem detta út úr hópnum, ertu í einhverjum samskiptum við þær, læturu þær vita af hverju þær eru ekki í hópnum og hvernig staðan þeirra er?

„Ég er ekki búinn að ræða við þær en ég mun ræða við þær."

Það eru nokkrir leikmenn úr Pepsi Max-deildinni í hópnum. Voru einhver fleiri leikmenn úr deildinni að heilla þig fyrir þennan hóp? Ef svo er, hvaða leikmenn?

„Ég ætla ekki að fara tala um einstaka leikmenn en að sjálfsögðu, eins og undanfarið, voru fleiri leikmenn í síðasta hóp í Pepsi Max-deildinni og einhverjir detta út núna. Ég ítreka, þetta var erfitt val, margar sem komu til greina og margar sem eru bara á góðum stað, margar í framför sem er bara gott fyrir okkur. Það er gott fyrir okkur líka að það sé samkeppni um að komast í þetta lið. Það sýnir að við höfum úr leikmönnum að velja, þetta er ekki sjálfvalið. Það eru leikmenn sem gera kröfu á að komast í þetta lið sem er bara gott fyrir okkur."

Hefuru einhverjar áhyggjur af leikmönnum sem hafa lítið verið að spila? Cecilía, Karólína Lea og Andrea Rán hafa lítið spilað og þá var Dagný ekki í hóp um helgina.

„Auðvitað hefur maður áhyggjur, maður vill að leikmenn spili reglulega. Karólína er ekki búin að vera í hóp í síðustu tveimur leikjum af því hún fékk höfuðhögg en er byrjuð að æfa á fullu núna, það útskýrir hennar fjarveru - hún verður klár."

„Auðvitað vonast maður til þess að þegar leikmenn taka skref upp á við á ferlinum að þeir fái þær mínútur sem á þarf að halda til að halda áfram að bæta sig og halda áfram að taka góð skref á ferlinum. Það getur alveg tekið tíma að koma sér inn í hlutina, að fara inn í ennþá meira samkeppnis umhverfi heldur en er kannski fyrir þær hérna heima. Þar voru þær kannski orðnar bestar í liðinu, voru alltaf í liðinu og þurftu ekki að hafa áhyggjur af neinu svoleiðis."

„Þær sem brjótast í gegn og spila reglulega munu klárlega kom til með að bæta sig eins og þú gerir alltaf í góðu og miklu samkeppnis umhverfi."


Önnur svör Steina á fundinum:
Mætt aftur eftir tveggja ára fjaveru - „Sif er á góðum stað
Fundaði með Amöndu og Andra - „Setti spilin á borðið"
Þorsteinn hugsar Guðnýju sem kost í hægri bakvörðinn
Ekki rétti tíminn fyrir Diljá
„Þetta er dauðafæri fyrir Breiðablik"
Þurfum að passa að Miedema fái ekki boltann
Gekk ekki að fá æfingaleik í landsleikjaglugganum
Á klárlega möguleika á því að verða frábær markvörður
Landsliðsþjálfarinn fékk Covid - „Er bara mjög góður"
„Þær verða að taka ákvörðun sem þær telja sem besta fyrir sig"
Þær tvær klárlega merki um leikmenn sem þurftu næstu áskorun
Athugasemdir
banner
banner