Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 06. september 2021 14:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Valgeir skýtur á landsliðsvalið - Ekki rétti tíminn fyrir Diljá
Icelandair
Diljá Ýr í leik með Val síðasta sumar. Hún hefur átt mjög öflugt tímabil með einu besta liðinu í Svíþjóð.
Diljá Ýr í leik með Val síðasta sumar. Hún hefur átt mjög öflugt tímabil með einu besta liðinu í Svíþjóð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það kom á óvart að sjá að Diljá Ýr Zomers var ekki valin í A-landsliðshópinn sem var tilkynntur í dag.

Diljá er 19 ára gömul og spilar framarlega á vellinum. Á þessu tímabili hefur hún skorað sex mörk í 13 leikjum í deild og bikar í einu besta liði Svíþjóðar.

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, var spurður út í Diljá á fréttamannafundi.

„Diljá var inn í myndinni, alveg tvímælalaust. En ég taldi það ekki vera rétta tímapunktinn í dag. Ég er með ákveðna hluti í huga fyrir þennan leik og taldi að það væri ekki besti tímapunkturinn til að velja hana," sagði Steini.

Valgeir Lunddal, bakvörður U21 landsliðsins, skaut á landsliðsvalið á Twitter. Hann er kærasti Diljár.

„Tíunda markahæsta í Svíþjóð… Markahæst af öllum íslenskum stelpunum í deildinni en ekki í landsliðshóp," skrifaði Valgeir og setti hlæju-emoji við.

Sjá einnig:
„Væri til í að sjá hann velja Diljá Ýr í landsliðshópinn"


Athugasemdir
banner
banner