Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 06. september 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
„Við erum hissa á þessum aðgerðum"
Lionel Messi og félagar neyddust til að yfirgefa völlinn
Lionel Messi og félagar neyddust til að yfirgefa völlinn
Mynd: EPA
Argentínska knattspyrnumsambandið hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir atburði gærkvöldsins en leikur Brasilíu og Argentínu var flautaður af eftir að fulltrúar frá heilbrigðisyfirvöldum gengu inn á völlinn og meinuðu leikmönnum að spila.

Fimm mínútur voru liðnar af leiknum er fjórir heilbrigðisstarfsmenn komu inn á völlinn og bönnuðu leikmönnum að spila.

Þeir skipuðu argentínska liðinu inn í klefa og sögðu þá hafa brotið reglur um sóttkví. Þeir fjórir leikmenn sem spila á Englandi voru ekki með leyfi til að taka þátt í leiknum og var því ákveðið að stöðva leikinn.

Argentínska liðið beið inn í klefa í nokkurn tíma áður en þeim var vísað úr landi. Liðið heldur í næsta leik gegn Bólivíu og er Emiliano Martinez, markvörður Argentínu, farinn aftur til Englands.

Knattspyrnusamband Argentínu sendi frá sér yfirlýsingu þar sem það lýsir yfir vonbrigðum með ákvarðanatöku heilbrigðisyfirvalda og sagði öll tilskilin leyfi hafa legið fyrir.

Yfirlýsing Argentínu:

„Argentínska knattspyrnusambandið vill lýsa yfir mikilli vanlíðan yfir því að leikur Argentínu og Brasilíu í Sao Paulo hafi verið stöðvaður.

Við, eins og brasilíska knattspyrnusambandið, erum hissa á aðgerðum heilbrigðisyfirvalda eftir að leikurinn fór af stað. Það skal koma fram að argentínska liðið var á brasilískri grundu síðan átta um morguninn á föstudag og fór þar eftir öllum sóttvarnarreglum sem knattspyrnusamband Suður-Ameríku setur fyrir sig fyrir undankeppnina á HM í Katar 2022.

„Skýrsla Suður-Ameríkusambandsins og dómarans verður send til Alþjóðaknattspyrnusambands, FIFA, samkvæmt reglugerðinni."

„Fótbolti á ekki að upplifa svona atvik sem gera lítið úr íþróttamennsku í svona mikilvægri keppni,"
segir í yfirlýsingunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner