Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 06. september 2022 20:00
Brynjar Ingi Erluson
„Koulibaly þarf að koma sér í gang"
Kalidou Koulibaly hefur ekki byrjað vel hjá Chelsea
Kalidou Koulibaly hefur ekki byrjað vel hjá Chelsea
Mynd: Getty Images
Joe Cole, fyrrum leikmaður Chelsea og sparkspekingur á BT Sport, segir að nýju leikmennirnir í vörn liðsins þurfa að koma sér í gang.

Chelsea fjárfesti í vörn sinni í sumar og fékk leikmenn á borð við Kalidou Koulibaly og Wesley Fofana.

Koulibaly hefur ekki byrjað vel á þessari leiktíð og benti Joe Cole á það.

Liðið tapaði þriðja útileik sínum í röð er það beið lægri hlut fyrir Dinamo Zagreb, 1-0, í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

„Hvar eigum við að byrja? Jafnvægi. Það er lykilatriði. Nýju leikmennirnir í vörninni þurfa virkilega að taka sig saman í andlitinu sem fyrst. Það er ekkert flæði. Við gátum fundið fullt af atvikum þar sem Koulibaly var í vesen. Hann þarf virkilega að koma sér í gang," sagði Cole.

Þá vantar sjálfstraust í fremstu menn sem virðast ekki geta klárað færin.

„Eru menn með eitthvað lítið sjálfstraust þarna fremst? Það er talað um að það vanti mörk eða stoðsendingar. Hann gerði fjórar eða fimm breytingar þarna fremst og þeir virkuðu allir með lítið sjálfstraust. Þetta eru allt gæðaleikmenn fyrir Chelsea en af einhverjum ástæðum þá er þetta ekki að virka fyrir Pulisic og Ziyech og fleiri," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner