Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 06. september 2022 09:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Utrecht
Linaði sársaukann að sjá Wiegman taka gullið
Sarina Wiegman.
Sarina Wiegman.
Mynd: Getty Images
Hollendingar riðu ekki feitum hesti á Evrópumótinu í sumar, allavega ekki miðað við væntingar.

Liðið var ekki sannfærandi í sínum leik og féll úr leik í átta-liða úrslitum gegn Frakklandi.

Lestu um leikinn: Holland 1 -  0 Ísland

Holland vann EM 2017 og fór í úrslitaleik HM 2019, en þá var Sarina Wiegman þjálfari liðsins. Núna er hún þjálfari Englands sem fór alla leið á Evrópumótinu og tók gullið.

„Þjóðin var frekar vonsvikin með það hvernig Holland spilaði á EM í sumar," sagði hollenska fréttakonan Rivkah op het Veld í samtali við Fótbolta.net í gær.

„En það var magnað að sjá Sarinu Wiegman taka gullið. Hún er stórkostlegur þjálfari. Ég var á Wembley á úrslitaleiknum og sá hversu elskuð hún er þarna. Hún gerði okkur að Evrópumeisturum og við vitum hversu góð hún er. Það er ótrúlegt að sjá hversu mikið hún hefur vaxið."

Holland ætlar að hrista af sér vonbrigðin frá EM í kvöld er þær mæta Íslandi í hreinum úrslitaleik um sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Íslandi nægir jafntefli í leiknum en Holland þarf að vinna til að ná efsta sæti riðilsins.

Sjá einnig:
Wiegman trompar forvera sína: Búið til skrímsli sem tætir allt í sig
Allir hafa áhyggjur af Söru Björk - „Hann hefur bara verið þarna í viku"
Athugasemdir
banner
banner
banner