Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 06. september 2022 21:03
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin: Haaland og Mbappe báðir með tvö - Shakhtar skellti Leipzig
Erling Braut Haaland heldur áfram að skora
Erling Braut Haaland heldur áfram að skora
Mynd: EPA
Kylian Mbappe skoraði tvö
Kylian Mbappe skoraði tvö
Mynd: EPA
Eden Hazard skoraði og lagði upp fyrir Real Madrid
Eden Hazard skoraði og lagði upp fyrir Real Madrid
Mynd: EPA
Shakhtar Donetsk skellti Leipzig
Shakhtar Donetsk skellti Leipzig
Mynd: EPA
Erling Braut Haaland og Kylian Mbappe eru báðir sjóðandi heitir þessa dagana og sáu til þess að Paris Saint-Germain og Manchester City unnu sína leiki í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Í E-riðli gerðu Salzburg og Milan 1-1 jafntefli. Noah Okafor kom austurríska liðinu yfir á 28. mínútu áður en belgíski vængmaðurinn Alexis Saelemaekers jafnaði undir lok fyrri hálfleiksins.

Evrópumeistarar Real Madrid unnu góðan 3-0 sigur á Celtic í Skotlandi. Eftir markalausan fyrri hálfleik náðu Madrídingar að brjóta ísinn í gegnum Vinicius Junior.

Karim Benzema fór meiddur útaf eftir hálftíma í fyrri hálfleik og kom Eden Hazard inn fyrir hann. Hazard, sem hefur átt erfitt uppdráttar hjá Madrídingum, lagði upp annað mark liðsins fyrir Luka Modric í þeim síðari og skoraði svo sjálfur þriðja markið í 3-0 sigri.

Shakhtar Donetsk frá Úkraínu vann öruggan 4-1 sigur á RB Leipzig í Þýskalandi. Marian Shved skoraði tvö fyrir Shakhtar í þessum afar óvænta sigri en úkraínska liðið missti marga af sínum bestu mönnum eftir að Rússar gerðu innrás í landið og því eru þetta mögnuð úrslit.

Manchester City vann Sevilla 4-0 í G-riðli. Erling Braut Haaland hélt áfram góðu gengi sínu og skoraði eftir tuttugu mínútu áður en Phil Foden tvöfaldaði forystu liðsins á 58. mínútu.

Haaland gerði annað mark sitt níu mínútum síðar áður en Ruben Dias gulltryggði sigurinn. Haaland er nú kominn með 12 mörk fyrir Man City á tímabilinu.

Í G-riðli vann Benfica 2-0 sigur á Maccabi Haifa á meðan PSG lagði Juventus, 2-1. Kylian Mbappe skoraði bæði mörk PSG á rúmum tuttugu mínútum í fyrri hálfleik. Weston McKennie kom Juventus inn í leikinn í upphafi síðari hálfleiks en lengra komst ítalska liðið ekki.

E-riðill:

Salzburg 1 - 1 Milan
1-0 Noah Okafor ('28 )
1-1 Alexis Saelemaekers ('40 )

F-riðill:

Celtic 0 - 3 Real Madrid
0-1 Vinicius Junior ('56 )
0-2 Luka Modric ('60 )
0-3 Eden Hazard ('77 )

RB Leipzig 1 - 4 Shakhtar D
0-1 Marian Shved ('16 )
1-1 Mohamed Simakan ('57 )
1-2 Marian Shved ('58 )
1-3 Mykhailo Mudryk ('76 )
1-4 Lassina Traore ('85 )

G-riðill:

Sevilla 0 - 4 Manchester City
0-1 Erling Haland ('20 )
0-2 Phil Foden ('58 )
0-3 Erling Haland ('67 )
0-4 Ruben Dias ('90 )

H-riðill:

Paris Saint Germain 2 - 1 Juventus
1-0 Kylian Mbappe ('5 )
2-0 Kylian Mbappe ('22 )
2-1 Weston McKennie ('53 )

Benfica 2 - 0 Maccabi Haifa
1-0 Rafa Silva ('50 )
2-0 Alex Grimaldo ('54 )
Athugasemdir
banner
banner
banner