Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 06. september 2022 18:14
Brynjar Ingi Erluson
Redmond verður liðsfélagi Alli hjá Besiktas
Nathan Redmond semur við Besiktas
Nathan Redmond semur við Besiktas
Mynd: Getty Images
Nathan Redmond, leikmaður Southampton, er að ganga í raðir Besiktas en þetta segir félagaskiptakóngurinn Fabrizio Romano á samfélagsmiðlum.

Redmond, sem er 28 ára gamall, er ekki í plönum Ralph Hasenhüttl hjá Southampon og hefur því fengið leyfi til að fara félaginu.

Öll stærstu félögin á Tyrklandi höfðu áhuga á að fá Redmond en hann hefur ákveðið að ganga í raðir Besiktas.

Southampton hefur samþykkt tilboð Besiktas og er hann nú á leið til Istanbúl þar sem hann mun skrifa undir eins árs samning.

Hann hittir þar fyrir enska miðjumanninn Dele Alli, en sá kom til Besiktas á láni frá Everton.

Besiktas er á toppnum í tyrknesku úrvalsdeildinni með 13 stig eftir fimm umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner