Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   þri 06. september 2022 22:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Utrecht
Sveindís Jane: Ég veit ekki hvernig ég fór að þessu
Icelandair
Sveindís Jane Jónsdóttir
Sveindís Jane Jónsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveindís Jane komst í frábært færi til að skora en hitti ekki boltann
Sveindís Jane komst í frábært færi til að skora en hitti ekki boltann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir er enn að melta þetta „ógeðslega sigurmark Hollands í Utrecht í kvöld, eins og hún orðaði það, en hún ræddi við fjölmiðla eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Holland 1 -  0 Ísland

Sveindís var sú sem skapaði mestu hættuna við vítateig Hollendinga þrátt fyrir að heimakonur voru vaðandi í færum í þeim fyrri.

Það var kominn pirringur í hollenska liðið þegar leið á leikinn enda bólaði ekki á marki. Það kom þó á endanum og vonir Íslands um að komast beint á HM engar.

„Jú, það er mjög vel lýst. Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu og er eiginlega í sjokki og trúi þessu ekki ennþá."

„Ég er enn að melta þetta mark sem þær skoruðu. Það er ógeðslegt mark og get bara sagt það. Einhver fyrirgjöf sem endar einhvern vegin inni. Mér fannst við ekki eiga þetta skilið og við vorum búnar að berjast allan leikinn og leið ótrúlega vel inn á vellinum og fannst eins og boltinn væri aldrei að fara inn og þetta væri lokað en svo var þetta einbeitingaleysi eða ég veit ekki hvað þetta var og svo var skorað."

„Ég leit á klukkuna og komnar 90. mínútur og svo plús fjórir og vissi ekki hvað væri mikið eftir og ég ætlaði að klára leikinn en svo fáum við þetta mark á okkur og þá var þetta eiginlega búið,"
sagði Sveindís.

Ísland mun spila einn umspilsleik þann 11. október og getur þá tryggt sæti sitt á HM sem fer fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári.

„Ekkert hægt að dvelja lengi á þessu. Við vitum að við ætlum að taka umspilið og vinna þann leik. Við getum gírað okkur upp í það, ætlum á HM og vitum það allar. Við verðum ekkert of lengi að pæla í þessum leik."

„Þetta er allt galopið og enn í höndunum á okkur. Taka næst leik og koma okkur á HM þá."


Sveindís fékk dauðafæri til að koma Íslandi yfir þegar tæpar tuttugu mínútur voru eftir. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir átti frábæra fyrirgjöf á fjær þar sem Sveindís fékk boltann við markið en hitti hann ekki.

„Varla hægt að fá betra færi og geggjuð sending frá Gunný og ég var löngu búin að sjá hann inni. Ég veit ekki hvort ég var komin framúr mér en get ekki lýst þessu og skil ekki hvernig ég fór að þessu," sagði hún í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner