Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 06. október 2019 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kjartan Sturluson þjálfar markverði Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan Sturluson er nýr markvarðarþjálfari meistarflokks kvenna hjá Val. Þetta segir í tilkynningu frá Hlíðarendafélaginu.

Rajko Stanisic hætti á dögunum hjá Val, en hann var markarðarþjálfari hjá bæði karla- og kvennaliði félagsins.

„Stjórn knattspyrnudeildar Vals og Kjartan Sturluson hafa komist að samkomulagi um að Kjartan verði í þjálfarateymi meistaraflokks Vals í knattpyrnu kvenna til næstu tveggja ára sem aðstoðarþjálfari. Kjartan lék yfir 100 leiki með Val á árunum 2005 til 2010 og varð m.a Íslands- og bikarmeistari með félaginu. Hann á að baki 7 landsleiki fyrir Ísland," segir í tilkynningu Vals.

„Það er frábært að ganga til liðs við félagið mitt á þessum tímapunkti, veit að það er vel staðið að öllu hjá knattspyrnudeild og leikmannahópurinn er góður eins og best sást á nýliðnu keppnistímabili," segir Kjartan.

Á nýliðnu tímabili var Kjartan markmannsþjálfari Stjörnunnar í Pepsi Max-deild kvenna. Hann færir sig núna um set og verður í þjálfarateymi Vals sem varð Íslandsmeistari á tímabilinu sem kláraðist í síðasta mánuði.

Pétur Pétursson stýrði Val til Íslandsdmeistaratitilsins og var Eiður Ben Eiríksson honum til aðstoðar. Sandra Sigurðardóttir ver mark Vals og hefur hin efnilega Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving verið varamarkvörður.
Athugasemdir
banner
banner
banner