Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 06. október 2021 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Albert: Raggi Sig ekki með Lengjudeildarfordóma
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnar Sigurðsson tók slaginn með uppeldisfélaginu sínu, Fylki, á lokasprettinum í Pepsi Max-deildinni í ár.

Það fór ekki vel en hann fékk mikla gagnrýni fyrir frammistöðuna sína og á endanum féll Fylkir.

Albert Brynjar Ingason góður vinur Ragga var gestur hjá Dr. Football á dögunum. Hann býst við því að Raggi taki slaginn með Fylki í næst efstu deild á næstu leiktíð.

„Ég veit að hann fær mikið af spurningum um Víking Reykjavík. Kári og þeir að stíga til hliðar og hann sé næsti landsliðsmaður inn. Ef Fylkir hefur áhuga á að halda honum þá hjálpar hann þeim í þessu verkefni, hann hefur enga Lengjudeildar fordóma. Hann er ekkert að hugsa um að fara aftur út, spurning með landsliðið en það virðist sem Arnar hafi ekki áhuga á Ragga heldur," sagði Albert.

Þegar Raggi kom í Fylki hafði hann ekki spilað fótbolta í hálft ár. Albert er handviss um að hann komi mun sterkari til baka á næstu leiktíð.

„Það þarf að fá Ragga í stand, það væri gaman að fá hann í alvöru stand, hann var náttúrulega hættur í fótbolta í hálft ár áður en hann kom í Fylki, nú væri gott að ná góðu undirbúningstímabili og ná alvöru tímabili með Fylki,"
Athugasemdir
banner
banner
banner