Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 06. október 2021 22:06
Helga Katrín Jónsdóttir
Ásta Eir: Við dýrkum að sjá stúkuna fulla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik tók á móti PSG á Kópavogsvelli í kvöld í fyrsta leik liðsins í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Gestirnir höfðu betur og sigruðu 0-2 þrátt fyrir góðan leik hjá Blikum. Ásta Eir, fyrirliði Breiðabliks, hafði þetta að segja á blaðamannafundi eftir leik:

„Við vorum með ákveðið upplegg sem við ætluðum að fylgja eftir og mér fannst það ganga vel. Við vorum mjög þéttar fyrir og skipulagðar og töluðum vel saman. Við vorum ekki að gefa færi á okkur og á móti fengum við líka færi til að skora og komast yfir. Þetta datt ekki hjá okkur í dag en heilt yfir ánægð með frammistöðuna og stolt af liðinu. Það eru bjartir tímar framundan."

„Við vorum ekki að pæla í að þetta væri fimmta besta liðið í heimi. Við ætluðum að mæta þeim af fullum krafti og gefa þeim hörkuleik sem við gerðum. Maður var alveg smá svekktur að ná ekki að skora og jafna leikinn. Nú vitum við hvað við getum gert í þessari keppni."

„Við erum allar winnerar og vilijum vinna leiki sama hvaða lið það er. Það kemur ekkert á óvart að við séum smá þekktar að ná ekki að skora þar sem við fengum tækifæri til þess. Við erum ekki komnar til að taka bara þátt og leika okkur. Við viljum sækja stig. Þetta var fín byrjun og frammistaðan góð og ég held að við getum bara gert góða hluti í þessari keppni."

Það voru 1412 áhorfendur á Kópavogsvelli í kvöld sem er áhorfendamet á kvennaleik í Kópavoginum. Var Ásta ánægð með mætinguna og stemninguna á vellinum?

„Þetta var gjörsamlega geggjað, þetta var unreal. Maður var búinn að heyra að það væri uppselt og var með extra spenning í maganum. Alls konar fólk að mæta á völlinn sem mætir venjulega ekki og hefur kannski ekki horft á fótboltaleik. Þetta hjálpar helling og við dýrkum strákana í Kopacabana sem mæta alltaf. Við dýrkum að sjá stúkuna fulla. Það hefði verið erfitt að sjá stúkuna fulla á Laugardalsvelli en við getum það hér."

Athugasemdir
banner
banner