banner
   mið 06. október 2021 09:00
Elvar Geir Magnússon
Bakverðir á blaði Man Utd - Liverpool hefur enn áhuga á Bremer
Powerade
Nathan Patterson, bakvörður Rangers.
Nathan Patterson, bakvörður Rangers.
Mynd: EPA
Gleison Bremer er orðaður við ensk félög.
Gleison Bremer er orðaður við ensk félög.
Mynd: Getty Images
Patterson, Aarons, Rudiger, Mbappe, Vlahovic, Bremer, McKennie og fleiri í slúðuarpakkanum í dag. BBC tók saman.

Manchester United ætlar að fá hægri bakvörð í janúar en skoski varnarmaðurinn Nathan Patterson (19) hjá Rangers og enski varnarmaðurinn Max Aarons (21) eru á blaði. (90 Min)

Enski miðjumaðurinn Harry Winks (25) vill vera lánaður frá Tottenham í janúar og er opinn fyrir því að spila erlendis. (Times)

Þýski varnarmaðurinn Antonio Rudiger (28) hjá Chelsea segist ekki leyfa sögusögnum að trufla sig. Orðrómur hefur verið í gangi um að hann gæti farið til Bayern München. (Mirror)

Samningur Rudiger rennur út næsta sumar. Thomas Tuchel vill að miðvörðurinn skrifi undir nýjan samning en Tottenham hefur áhuga á að fá hann á frjálsri sölu. (Express)

Florentino Perez, forseti Real Madrid, er vongóður um að Kylian Mbappe (22) gangi í raðir félagsins frá Paris St-Germain á næsta ári. (El Debate)

Leonardo, íþróttastjóri PSG, sakar Real Madrid um óvirðingu í tilraunum félagsins til að fá Mbappe. (L'Equipe)

Arsenal og Tottenham eru meðal félaga sem vilja fá Dusan Vlahovic (21), serbneska sóknarmanninn sem hefur ekki viljað gera nýjan samning við Fiorentina. (Evening Standard)

Liverpool hefur enn áhuga á Gleison Bremer (24), varnarmanni Torino, en Manchester United og Manchester City eru einnig farin að horfa til Brasilíumannsins. (Calciomercato)

Red Bull Salzburg vill fá milli 25 og 34 milljónir punda fyrir þýska sóknarmanninn Karim Adeyemi (19) en Liverpool og Bayern München hafa áhuga á honum. (Sky Germany)

Juventus er tilbúið að selja bandaríska miðjumanninn Weston McKennie (23) sem er á óskalistum Tottenham og West Ham. (TeamTalk)

Andre Onana (25), markvörður Ajax, er tilbúinn að ganga í raðir Inter á frjálsri sölu á næsta ári. (Fabrizio Romano)

Southampton vill fá portúgalska sóknarmanninn Fabio Carvalho (19) frá Fulham. (TeamTalk)

Hætta er á að Bernd Leno (29) missi sæti sitt í landsliðshóp Þýskalands og eykur það líkurnar á að hann yfirgefi Arsenal í janúar. (Fussball.News)
Athugasemdir
banner
banner
banner