mið 06. október 2021 17:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Búið að vera draumi líkast - „Mér finnst ég vera bestur"
Icelandair
Elías setti met í Superliga þegar hann hélt hreinu í fyrstu fimm leikjum sínum í deildinni.
Elías setti met í Superliga þegar hann hélt hreinu í fyrstu fimm leikjum sínum í deildinni.
Mynd: Getty Images
Engin hætta á ferðum
Engin hætta á ferðum
Mynd: Getty Images
Jonas Lössl hefur sagt að hann sé besti markvörður Midtjylland.
Jonas Lössl hefur sagt að hann sé besti markvörður Midtjylland.
Mynd: EPA
Elías Rafn Ólafsson hefur varið mark FC Midtjylland að undanförnu og staðið sig frábærlega. Elías hefur leyst af Jonas Lössl sem var fyrst í fríi en glímdi í kjölfarið á síðasta landsliðsverkefni við meiðsli.

Lössl er mættur til baka og verður fróðlegt að sjá hver verður í marki Midtjylland í næsta leik liðsins. Elías sat fyrir svörum í Teams viðtali í dag.

Hvernig gengur að halda sér niðri á jörðina eftir mánuð í Danmörku þar sem hefur gengið mjög vel?

„Það gengur bara mjög vel. Maður heldur sér á jörðinni og er auðmjúkur í öllu sem maður gerir. Þetta er auðvitað búinn að vera alvöru mánuður og það er gaman að því," sagði Elías.

Hvernig líturu á þennan mánuð rúman sem þú ert búinn að vera í markinu hjá Midtjylland? Er eitthvað sem hefði getað farið betur?

„Við hefðum getað unnið þessa Evrópuleiki en þetta er búinn að vera alvöru mánuður. Ég get ekki kvartað yfir neinu, þetta er búið að vera draumi líkast."

Jonas Lössl er að koma til baka eftir meiðsli og segir að hann sé besti markmaður liðsins. Hvernig lítur þú á þessa samkeppni og finnst þér þú vera orðinn númer eitt?

„Þetta er að sjálfsögðu þannig að honum finnst hann vera bestur og mér finnst ég vera bestur. Við erum í góðri samkeppni. Það verður að koma í ljós á næstu vikum hver sé númer eitt."

Þú settir met í Superliga, hélst hreinu í fyrstu fimm leikjum þínum í deildinni. Gefur þér það eitthvað aukalega?

„Nei, ég get ekki sagt það. Ég fékk að vita af þessu í fyrradag og ég held að það hafi komið á íslenskan fjölmiðil og þar hafi ég frétt þetta. Þetta er bara einhver plús sko, ekkert stórmál," sagði Elías.

Sjá einnig:
Óvissa hver verður í markinu - „Ef kallið kemur þá er ég auðvitað klár"
Elías Rafn leikmaður mánaðarins í dönsku úrvalsdeildinni
Elías var frábær á móti FCK - „Stærsta upplifunin, ég er orðlaus"

Stöðutaflan Danmörk Superliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Midtjylland 22 15 3 4 43 23 +20 48
2 Brondby 22 14 5 3 44 20 +24 47
3 FCK 22 14 3 5 45 23 +22 45
4 FC Nordsjaelland 22 10 7 5 35 21 +14 37
5 AGF Aarhus 22 9 9 4 26 21 +5 36
6 Silkeborg 22 8 3 11 28 32 -4 27
7 OB Odense 22 6 6 10 25 32 -7 24
8 Lyngby 22 6 5 11 27 39 -12 23
9 Viborg 22 6 5 11 24 37 -13 23
10 Randers FC 22 5 8 9 23 37 -14 23
11 Vejle 22 4 7 11 19 26 -7 19
12 Hvidovre 22 2 5 15 17 45 -28 11
Athugasemdir
banner
banner
banner