Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 06. október 2021 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Covid stöðvar Antonio að fara í landsliðsverkefni
Mynd: Getty Images
Michail Antoino leikmaður West Ham og Jamaíska landsliðsins mun ekki ferðast með landsliðinu til Bandaríkjanna um helgina.

Þetta sagði hann í yfirlýsingu sem knattspyrnusamband Jamaíka gaf frá sér í gær.

„Ég staðfesti það því miður að ég muni ekki fara með landsliði Jamaíka í leiki í undankeppni HM í þessari viku. Ég, West Ham og Jamaíka hafa komist að samkomulagi um það vegna þess að það er erfitt að ferðast þessa daganna, það er betra fyrir mig að vera áfram í London núna. Ég er enn skuldbundinn Jamaíku og hlakka til að spila fyrir hönd þjóðarinnar í framtíðinni," segir í yfirlýsingunni.

Hann lék sinn fyrsta landsleik fyrir hönd Jamaíka í síðasta mánuði í 3-0 tapi gegn Panama í undankeppni HM. Hann hefur skorað fimm mörk í fimm leikjum á þessari leiktíð fyrir West Ham.
Athugasemdir
banner
banner
banner