Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 06. október 2021 16:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óvissa hver verður í markinu - „Ef kallið kemur þá er ég auðvitað klár"
Icelandair
Elías Rafn og Mikael Neville á landsliðsæfingu í gær.
Elías Rafn og Mikael Neville á landsliðsæfingu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elías varði mark U21 liðsins í síðasta landsleikjaglugga.
Elías varði mark U21 liðsins í síðasta landsleikjaglugga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elías Rafn Ólafsson hefur átt virkilega góðan mánuð eða svo hjá danska félaginu FC Midtjylland. Elías hefur varið mark liðsins að undanförnu og staðið sig virkilega vel.

Það ríkir óvissa um hver verði næsti aðalamarkvörður landsliðsins eftir að Hannes Þór Halldórsson hætti með landsliðinu. Ásamt Elíasi eru þeir Patrik Sigurður Gunnarsson og Rúnar Alex Rúnarsson í hópnum.

Elías er í fyrsta sinn í hóp í keppnisverkefni með A-landsliðinu og sat í dag fyrir svörum á Teams.

Sjá einnig:
Elías Rafn setti met - „Stórkostlega galið ef hann byrjar ekki báða landsleikina"
56% telja að Elías eigi að vera landsliðsmarkvörður númer eitt

Fyrst að þú ert mættur á þennan fund, ertu búinn að fá þau skilaboð að þú verðir í markinu á móti Armeníu?

„Nei, ekki ennþá. Það er undir Adda og Eiði komið hvernig byrjunarliðinu verður stillt upp. Þetta er minn fyrsti A-landsliðshópur í keppnisleik. Maður er þolinmóður."

Þú hlýtur að vera fullur sjálfstrausts og tilbúinn að taka við byrjunarliðsætinu, eða hvað?

„Já, ef kallið kemur þá er ég auðvitað klár. Við erum líka með flotta markmenn í Patta og Rúnari, þjálfararnir þurfa að velja á milli."

Hvernig upplifiru samkeppnina á æfingum? Þetta er lið en samkeppnin hefur kannski aldrei verið harðari þegar það er óvissa hver sé næsti aðalmarkvörður í liðinu.

„Já, algjörlega. Við erum allir góðir vinir og auðvitað hollt að hafa samkeppni um stöður. Það er gaman að vinna með þessum strákum."

Meirihluti þjóðarinnar (lesenda) vill fá þig í markið í þessu verkefni. Hvernig er að finna fyrir þeim utanaðkomandi meðbyr?

„Ég reyni að hugsa ekki of mikið um það, einbeiti mér að sjálfum mér og blokka utanaðkomandi gagnrýni hvort sem hún er góð eða slæm," sagði Elías.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner