Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 06. október 2021 22:38
Brynjar Ingi Erluson
„Hef ekki séð betri miðjumann en Jorginho"
Fabio Capello
Fabio Capello
Mynd: Getty Images
Fabio Capello, fyrrum þjálfari ítalska landsliðsins, telur að Jorginho eigi góða möguleika á því að vera valinn besti leikmaður heims í árslok.

Capello er með þeim allra reyndustu í bransanum en auk þess að þjálfa ítalska landsliðsins þá hefur hann einnig þjálfað Juventus, Real Madrid, AC Milan, Roma og enska landsliðið.

Hann er mikill aðdáandi Jorginho og segist hann ekki hafa séð betri miðjumann.

Jorginho vann Meistaradeild Evrópu með Chelsea á síðasta tímabili og var svo í sigurliði Ítalíu á Evrópumótinu í sumar. Capello telur hann hafa alla burði til að vinna Ballon d'Or verðlaunin í lok árs.

„Jorginho er mikilvægasti leikmaðurinn í ítalska landsliðinu. Hann gæti unnið Ballon d'Or á þessu ári."

„Ég hef aldrei séð betri miðjumann en Jorginho,"
sagði Capello þegar hann var spurður út ítalska landsliðsmanninn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner