Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 06. október 2021 13:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jón Dagur um Mikael: Smellpassar inn í liðið
Mikael fagnar marki gegn Silkeborg á dögunum
Mikael fagnar marki gegn Silkeborg á dögunum
Mynd: Getty Images
Mikael og Jón Dagur
Mikael og Jón Dagur
Mynd: Getty Images
Mikael Neville Anderson gekk í raðir AGF undir lok félagaskiptagluggans í sumar. Mikael er uppalinn hjá AGF en hafði verið á mála hjá Midtjylland síðustu átta ár.

Jón Dagur Þorsteinsson er leikmaður AGF og var hann spurður út í komu Mikaels til félagsins.

„Hann hefur komið mjög inn í hlutina hjá félaginu. Það er mjög mikill kraftur í Mikael. Fólk sem fylgist með AGF veit að við spilum kraftmikinn fótbolta þannig hann smellpassar inn í liðið. Hann er frá AGF og maður tók eftir góðri orku frá stuðningsmönnum þegar hann kom," sagði Jón Dagur við Fótbolta.net í gær.

„Það er gott að fá að tala íslensku, ég er mjög ánægður með þetta. Við höfum tengt vel saman inn á vellinum og það er gott að hafa hann."

AGF hafði unnið síðustu þrjá leiki í deildinni áður en liðið mætti Midtjylland í síðasta leik fyrir landsleikina.

„Við fengum Mikael og annan kantmann inn. Við fengum [Mustapha] Bundu aftur til baka sem var frábær hjá okkur fyrir tveimur árum. Þeir tveir hafa komið mjög vel inn í hlutina," sagði Jón Dagur.

Sjá einnig:
„Þetta var kannski ekki athyglin sem maður var að sækjast eftir"
Athugasemdir
banner
banner