Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 06. október 2021 21:29
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeild kvenna: Tryggði stig gegn gömlu liðsfélögunum
Pernille Harder skoraði jöfnunarmarkið gegn sínum gömlu liðsfélögum
Pernille Harder skoraði jöfnunarmarkið gegn sínum gömlu liðsfélögum
Mynd: EPA
Chelsea 3 - 3 Wolfsburg
1-0 Samantha Kerr ('12 )
1-1 Tabea Wassmüth ('17 )
1-2 Jill Roord ('33 )
1-3 Tabea Wassmüth ('48 )
2-3 Bethany England ('51 )
3-3 Pernille Harder ('90 )

Danska landsliðskonan Pernille Harder náði í stig fyrir enska félagið Chelsea í 3-3 jafntefli gegn Wolfsburg í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Samantha Kerr kom Chelsea á bragðið á 12. mínútu áður en Wolfsburg tók öll völd. Tabea Wassmüth jafnaði metin fimm mínútum síðar áður en hollenski miðjumaðurinn Jill Roord kom gestunum yfir.

Wassmüth var aftur á ferðinni svo á 48. mínútu. Bethany England minnkaði muninn fyrir Chelsea þremur mínútum síðar og fékk svo Pernille Harder það hlutverk að sækja stig fyrir Chelsea með góðu marki undir lok leiksins.

3-3 jafntefli er niðurstaðan. Bæði lið með eitt stig eftir fyrstu umferðina en Juventus er á toppnum með 3 stig eftir 3-0 sigur þeirra á Servette frá Sviss.
Athugasemdir
banner
banner
banner