mið 06. október 2021 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Memphis sér ekki eftir neinu - „Þetta er Barcelona
Mynd: EPA
Það hefur allt gengið á afturfótunum hjá Barcelona á þessari leiktíð en liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu sex leikjum sínum.

Ronald Koeman þjálfari liðsins hefur fengið stuðningsyfirlýsingu frá forseta félagsins svo þrátt fyrir þennan slaka árangur að undanförnu virðist hann ekki á förum í bráð.

Memphis Depay gekk til liðs við félagið í sumar en hann var spurður að því í viðtali hvort hann sjái eftir því.

„Hvernig getur þú spurt af því? Þetta er Barcelona. Ég held að þú skiljir ekki hversu stór þetta félag er og hvað það þýðir fyrir leikmann að fara til félags eins og Barcelona. Ég mun aldrei sjá eftir því," sagði Depay.

„Þrátt fyrir úrslitin er ég ánægður hjá félaginu. Þetta hefur verið erfitt ég vil ekki ræða það en fólk talar eins og tímabilinu sé lokið. Það eru margir leikir eftir, það er allt opið ennþá. Sem leikmaður líður þér eins og þú sért ábyrgur og þú tekur ábyrgð. Allir leikmenn í Barcelona eru ábyrgir, það er eðlilegt í félagi eins og Barcelona."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner