Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 06. október 2021 18:35
Brynjar Ingi Erluson
„Sheriff vann Real Madrid þannig kannski geta Blikar það líka"
Úlfar Hinriksson og Vilhjálmur Kári Haraldsson
Úlfar Hinriksson og Vilhjálmur Kári Haraldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úlfar Hinriksson, yfirmaður afreksþjálfunar hjá Breiðabliki, er sannfærður um að liðið geti komið á óvart og náð í góð úrslit gegn Paris Saint-Germain og Real Madrid, en eins og fótboltinn hefur sýnt síðustu vikur þá er allt hægt.

Breiðablik er fyrsta íslenska liðið til að tryggja sér þátttöku í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og er fyrsti leikurinn við Paris Saint-Germain á Kópavogsvelli.

Leikurinn hefst klukkan 21:00 en Úlfar bendir þar á að fótboltinn er ekki eins útreiknanlegur og menn halda.

Sheriff, sem kemur frá Moldóvu, er að spila sitt fyrsta tímabil í Meistaradeildinni hjá körlunum. Liðið hefur unnið fyrstu tvo leiki sína í riðlakeppninni þar sem liðið lagði Real Madrid meðal annars á Santiago Bernabeu.

Blikar eru einnig með Real Madrid og Kharkiv í riðli og hefur Úlfar mikla trú á að Blikar geti gert það sama og Sheriff gerði gegn karlaliðinu.

„Fótbolti er svo yndislegur að maður veit aldrei hvað gerist í honum. Við sáum Sheriff vinna Real Madrid í Meistaradeild karla og kannski getur Breiðablik unnið Real Madrid líka. Maður veit aldrei en við munum reyna okkar allra besta."

„Þetta mun líka hjálpa landsliðinu eftir tíu ár því þá munum við sjá leikmenn spila sem hafa átt fyrirmyndir í Meistaradeildinni. Þetta hefur gerst áður,"
sagði Úlfar við Goal.com.
Meistaradeildarupphitun: Leikur gegn PSG á morgun
Athugasemdir
banner
banner
banner