Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 06. október 2021 12:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Þetta var kannski ekki athyglin sem maður var að sækjast eftir"
Jón Dagur hefur vakið athygli að undanförnu.
Jón Dagur hefur vakið athygli að undanförnu.
Mynd: Getty Images
Hann hefur verið duglegur að sækja sér gul spjöld.
Hann hefur verið duglegur að sækja sér gul spjöld.
Mynd: Getty Images
En hann hefur einnig verið að spila betur og betur og líður vel á þeim stað sem hann er á.
En hann hefur einnig verið að spila betur og betur og líður vel á þeim stað sem hann er á.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Dagur hrósaði stuðningsmönnum AGF.
Jón Dagur hrósaði stuðningsmönnum AGF.
Mynd: Getty Images
„Við sem lið byrjuðum tímabilið ekki nógu vel, vorum alltof lengi að ná í okkar fyrsta sigur. Við vorum með dálítið nýtt lið, fengum marga nýja inn og misstum marga. Það tók smá tíma að stilla okkur saman. Við erum núna búnir að vinna þrjá af síðustu fjórum leikjum í deildinni, erum vonandi komnir í gang og getum horft upp á við," sagði Jón Dagur Þorsteinsson, leikmaður AGF og íslenska landsliðsins, við Fótbolta.net í gær.

Jón Dagur ræðir tímabilið til þessa hjá AGF en liðið hefur verið að spila betur að undanförnu. Jón Dagur sjálfur hefur vakið athygli, verið í liði vikunnar og verið á milli tannanna á fólki.

„Mér líður vel, þetta var upp og niður í byrjun tímabilsins hjá liðinu, eiginlega bara niður því það var eins og ekkert væri að ganga upp. Núna finnst mér ég persónulega kominn betur í gang, farinn að sýna meiri stöðugleika sem er eitthvað ég hef horft í að bæta."

Finnuru að þú ert kominn í þann takt sem þú vilt vera í? „Já, algjörlega. Mér finnst ég vera að skila mínu í síðustu leikjum og vil halda því áfram."

Þjálfarinn sjálfur skaphundur
Jón er búinn að spila níu leiki í deildinni og fengið fimm gul spjöld. Hann tók út leikbann í síðasta leik AGF.

„Það er eitthvað sem ég þarf að vinna í, ég er búinn að fá of mörg gul spjöld og það er eitthvað sem ég þarf að minnka. Maður getur auðvitað ekki alltaf sleppt því að fá gul spjöld en það eru einhver spjöld sem ég get komið í veg fyrir."

Er þjálfari [David Nielsen] AGF búinn að ræða þetta við þig?

„Já, hann hefur gert það. Hann myndi samt eflaust ræða þetta við mig á annan hátt ef ég væri með lélegt 'attitude' gagnvart liðinu eða slíkt. Við erum sammála um að ég er að gefa allt í þetta fyrir liðið en auðvitað ræðum við saman um skapið. Ég er heppinn að vera með hann, hann er sjálfur skaphundur þannig að hann getur kennt mér á þetta."

Eitthvað sem ég þarf að vinna í
Jón Dagur vakti athygli í leiknum gegn Silkeborg á dögunum þegar hann fékk gult spjald fyrir leikaraskap og var heppinn að fá ekki annað gult spjald fyrir leikaraskap ekki svo löngu síðar. Hvernig fannst þér umtalið í kringum það og eftir leik?

„Það var bara fínt, maður þarf bara að venjast því að það komi einhver athygli á mann. Þetta var kannski ekki athyglin sem maður var að sækjast eftir en breytir engu."

„Auðvitað vill maður ekki vera að gera svona en svona gerist. Ég get ekki útskýrt af hverju ég fór niður, ég átti auðvitað ekki að fara niður og veit það sjálfur. Ég er ekki að fara lofa því að það komi ekki fyrir aftur en þetta er eitthvað sem ég þarf að vinna í, hætta því að fara svona auðveldlega niður."


Hefuru fengið skot á þig frá félögunum eftir þetta? „Já, bara í léttari í kantinum því þetta er nú bara fótbolti."

Frábært að finna fyrir góðum stuðningi
Fréttaritari horfði á leik AGF gegn Silkeborg. Stemningin á vellinum vakti athygli, sérstaklega voru stuðningsmenn AGF öflugir. Er þetta alltaf svona?

„Það er frábært að spila leikina þegar það er góð stemning og stuðningsmenn styðja vel við sín lið. Okkar stuðningsmenn eru mjög góðir. Það er alltaf mjög gaman að spila leiki á völlunum þar sem bæði lið eru með flotta stuðningsmenn."

Eru stuðningsmennirnir ykkar betri á útivöllum en á heimavelli? „Það er munur að á okkar velli er hlaupabraut og þá heyrist aðeins minna í stuðningsmönnum þó þeir séu þrátt fyrir það alveg frábærir. Eins og í leiknum gegn Silkeborg þá eru stuðningsmenn alveg við völlinn og þá myndast betri stemning. Það gefur auga leið en það er nýr völlur að koma og ég vona að það sé engin hlaupabraut á því plani."

Opinn fyrir því að vera áfram hjá AGF
Að lokum var í fréttum núna um helgina að þú værir í viðræðum um nýjan samning. Þú ert alveg opinn fyrir því að vera áfram hjá AGF?

„Já, algjörlega. Mér líður mjög vel þarna og sé til hvað gerist í þeim málum," sagði Jón Dagur.

Sjá einnig:
Jón Dagur: Allt annað sett til hliðar þegar komið er á völlinn
Athugasemdir
banner
banner