Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 06. október 2021 21:07
Brynjar Ingi Erluson
Þjóðadeildin: Ferran Torres skaut Spánverjum í úrslit
Ferran Torres fagnar marki ásamt hinum 17 ára gamla Gavi
Ferran Torres fagnar marki ásamt hinum 17 ára gamla Gavi
Mynd: EPA
Italía 1 - 2 Spánn
0-1 Ferran Torres ('17 )
0-2 Ferran Torres ('45 )
1-2 Lorenzo Pellegrini ('83 )
Rautt spjald: Leonardo Bonucci, Italy ('42)

Spánn er komið í úrslitaleik A-deildar Þjóðadeildarinnar eftir 2-1 sigur á Evrópumeisturum Ítalíu. Þetta er fyrsta tap ítalska landsliðsins í 37 leikjum.

Ferran Torres kom Spánverjum yfir á 17. mínútu eftir sendingu frá Mikel Oyarzabal. Fyrirgjöf Oyarzabal var hnitmiðuð og beint á Torres sem smellhitti boltann í netið.

Leonardo Bonucci fékk að líta rauða spjaldið á 42. mínútu leiksins, hans annað gula spjald. Hann gaf Sergio Busquets olnbogaskot í skallaeinvígi og því réttilega rekinn af velli.

Torres bætti við öðru marki Spánverja nokkrum mínútum síðar og sama uppskrift og að fyrra markinu. Oyarzabal með fyrirgjöfina og Torres mættur til að afgreiða boltann í netið.

Lorenzo Pellegrini minnkaði muninn fyrir Ítalíu á 83. mínútu eftir sendingu frá Federico Chiesa. Lengra komst ítalska liðið ekki og lokatölur 2-1 fyrir Spánverjum sem eru komnir í úrslit og mæta þar Belgíu eða Frakklandi.
Athugasemdir
banner