mið 06. október 2021 08:10
Elvar Geir Magnússon
Þjóðadeildin í dag - Evrópumeistararnir mæta Spánverjum
Ítalía og Spánn mætast í kvöld.
Ítalía og Spánn mætast í kvöld.
Mynd: Getty Images
Leikurinn í kvöld verður á San Siro, Giuseppe Meazza leikvangnum.
Leikurinn í kvöld verður á San Siro, Giuseppe Meazza leikvangnum.
Mynd: Getty Images
Fyrri undanúrslitaleikur Þjóðadeildarinnar fer fram í kvöld þegar Evrópumeistarar Ítalíu mæta Spánverjum í Mílanó klukkan 18:45. Sigurliðið mætir Belgíu eða Frakklandi í úrslitaleik á sunnudag.

Þetta verður í annað sinn sem Þjóðadeildarmeistari verður krýndur en Portúgal vann keppnina 2019. Portúgal komst hinsvegar ekki í undanúrslitin að þessu sinni.

Ítalskir fjölmiðlar tala um að þeirra lið gæti notast við 'falska níu' í leikkerfi kvöldsins en hér má sjá líkleg byrjunarlið:

Líklegt byrjunarlið Ítalíu (4-3-3): G Donnarumma; Di Lorenzo, Bonucci, Chiellini, Emerson Palmieri; Barella, Jorginho, Locatelli; Berardi, Insigne, Chiesa

Spánn (4-3-3): Unai Simón; Azpilicueta, Pau Torres, Laporte, Reguilon; Busquets, Koke, Fornals; Ferran Torres, Pablo Sarabia, Mikel Oyarzabal

Leikirnir:

Miðvikudagur 6. október:
18:45 Ítalía - Spánn (San Siro, Mílanó)

Fimmtudagur 7. október:
18:45 Belgía - Frakkland (Juventus leikvangurinn, Tórínó)

Sunnudagur 10. október:
13:00 Leikurinn um þriðja sætið (Juventus leikvangurinn, Tórínó)
18:45 Úrslitaleikurinn (San Siro, Mílanó)

Stöð 2 Sport sýnir leikina í beinni
Athugasemdir
banner
banner
banner