Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 06. október 2021 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þórir Jóhann: Að sjálfsögðu viljum við alltaf vinna
Icelandair
Þórir Jóhann
Þórir Jóhann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsþjálfararnir Eiður Smári og Arnar Viðars
Landsliðsþjálfararnir Eiður Smári og Arnar Viðars
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórir Jóhann Helgason byrjaði gegn Þýskalandi í lokaleik landsliðsins í síðasta verkefni. Það var hans þriðji landsleikur fyrir Ísland en áður hafði hann komið inn á gegn Norður-Makedóníu og spilað gegn Mexíkó í æfingaleik.

Þórir var til viðtals á Teams í dag og var hann spurður út í landsliðið og komandi leik gegn Armeníu.

Hvernig er að koma heim og hitta strákana?

„Það er mjög gott að fá að koma aðeins heim og hitta félagana. Stemningin er bara mjög fín, það eru allir hressir og búnir að æfa vel."

Ertu að gera þér von um sæti í byrjunarliðinu?

„Það verður bara að koma í ljós, Arnar og Eiður ákveða það. Ég reyni að leggja mig fram á æfingum og geri mitt allra besta."

Hvernig er fyrir unga menn að koma inn í landsliðið með alla umræðuna um landsliðið? Eruði mikið að ræða stöðu landsliðsins ykkar á milli?

„Við reynum að einbeita okkur að þessum leikjum sem eru í hverju verkefni. Við erum ekki mikið að pæla í því hvað er að gerast utan þess sviðs núna. Það er bara einbeiting á leikina."

Arnar sagði að það væri ekki hægt að gera kröfu á sigur í leikjum. Hvernig horfir það við þér?

„Að sjálfsögðu viljum við alltaf vinna, að vinna þessa tvo leiki myndi okkur rífa okkur betur í gang."

Þú þekkir þjálfarana vel, varst með þá í U21 og Eið Smára í FH í fyrra. Í hverju eru þeir góðir?

„Mér finnst þeir mjög flottir þjálfarar, mjög góðir í mannlegum samskiptum við leikmenn og mjög flottir við unga leikmenn sem eru að koma inn í þennan hóp," sagði Þórir.

Önnur svör Þóris í viðtalinu:
Fundaði með Óskari - Dreymdi um að fara í atvinnumennsku
Þórir um sambúðina með Brynjari: Þett'er ekkert vesen
Athugasemdir
banner
banner
banner