Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 06. október 2021 22:13
Helga Katrín Jónsdóttir
Vilhjálmur: Það er mikið hungur í hópnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik tók á móti PSG á Kópavogsvelli í kvöld í fyrsta leik liðsins í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Gestirnir höfðu betur og sigruðu 0-2 þrátt fyrir góðan leik hjá Blikum. Vilhjálmur, þjálfari Blika, hafði þetta að segja á blaðamannafundi eftir leik:

„Þetta var kröftugur leikur hjá okkur, sérstaklega varnarlega. Við lokuðum vel á þær og vorum sterkar í návígum. Svo áttum við fína kafla þar sem við fengum tækifæri til að skora en það bara gekk ekki upp. Þetta var bara fín byrjun á þessari riðlakeppni og gefur góð fyrirheit fyrir framhaldið. Liðið getur náð góðum árangri ef við spilum svona.“

„Ég var búinn að sjá þetta fyrir mér sem 1-1 leik og það stemmdi í það á tímabili. Við höfðum bara trú á verkefninu og það hefur skipt miklu máli hvað hópurinn hefur verið rosalega fókuseraður og mikið hungur í hópnum. Mikil barátta hefur einkennt síðustu leiki og það skein í gegn núna. Það verður erfitt að koma hingað og spila á móti Breiðablik.“

Vilhjálmur hættir sem stjóri Breiðabliks eftir þennan leik og Ási tekur við. Hvernig var þessi kvöldstund fyrir Vilhjálm?

Æðisleg, fullkomin kvöldstund hefði verið 1-1 en ég var bara mjög ánægður með frammistöðuna. Það er stutt á milli leikja og gátum því ekki undirbúið mikið. Ég er mjög stoltur af liðinu.

Karen María gekk til liðs við Breiðablik og fór beint í byrjunarliðið.

„Selma átti að spila en var meidd og ekki klár í leikinn. Þá var tekin ákvörðun um að Karen myndi byrja og Birta svo koma inn. Mér fannst það ganga ágætlega.“

Eins og áður sagði hættir Vilhjálmur sem stjóri Breiðabliks eftir leikinn og Ási tekur við. Hvernig gengur það fyrir sig?

„Við erum búin að vera að undirbúa þetta síðustu daga, Ási er búinn að vera með okkur síðustu daga og reyna að soga í sig stemninguna og hvernig við gerum hlutina svo breytingin verði sem minnst . Ég tek þennan leik því það er svo stutt á milli, ég var ekkert endilega æstur í að taka PSG en það var bara eðlilegt þar sem það var stutt á milli leikja að ég tæki þennan. Við höfum verið að stækka teymið og ég held að það hafi skipt miklu máli fyrir gengi félagsins í sumar.

Að lokum var Vilhjálmur spurður út í það hvort að punktarnir frá Karólínu hefðu hjálpað við að leggja upp leikinn?

„Já þetta eru bara punktarnir sem við lögðum upp með , ekki spurning. Þær fara hátt með bakverðina og þar er pláss. Þær eru með ákverðið leikkerfi sem við vorum að reyna að stoppa. En það er auðvitað erfitt að stoppa þær en við reyndum eftir bestu getu.“

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner