Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 06. október 2021 19:28
Brynjar Ingi Erluson
Yngstur í sögu spænska landsliðsins
Gavi með boltann í leiknum gegn Ítalíu
Gavi með boltann í leiknum gegn Ítalíu
Mynd: EPA
Spænski miðjumaðurinn Gavi er yngsti byrjunarliðsmaðurinn í sögu landsliðsins en hann náði þeim merka áfanga gegn Ítalíu í kvöld.

Ítalía og Spánn eigast við í undanúrslitum A-deildar Þjóðadeildarinnar á San Síró en það vakti mikla athygli er byrjunarlið Spánar var tilkynnt.

Þar var hinn 17 ára gamli Gavi en sá spilar hjá Barcelona. Þetta þykir eitt mesta efni Spánar og var honum treyst fyrir því að byrja á miðsvæðinu gegn Evrópumeisturum Ítalíu í kvöld.

Hann er nú yngsti leikmaðurinn til að byrja A-landsleik fyrir Spán eða 17 ára og 62 daga gamall.

Þeir Arnar Laufdal Arnarsson og Magnús Hólm Einarsson ræddu einmitt Gavi í hlaðvarpsþættinum Ungstirnin hér á Fótbolta.net en það er morgunljóst að þetta er framtíðarleikmaður og verður gaman að fylgjast með honum vaxa og dafna.
Ungstirnin - U21 landsliðið í eldlínunni
Athugasemdir
banner
banner