Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 06. október 2022 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Sögulegur árangur Víkings sem hefur skorað 102 mörk á tímabilinu
Víkingar hafa skorað 102 mörk og eiga enn eftir að spila fjóra leiki
Víkingar hafa skorað 102 mörk og eiga enn eftir að spila fjóra leiki
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Karlalið Víkings er komið með 102 mörk í öllum keppnum í sumar en annað eins hefur ekki sést hjá karlaliði í efstu deild hér á landi. Liðið afrekaði þetta í 3-2 sigrinum á Val í Bestu deildinni í gær og hefur enn fjóra leiki til að bæta við fleiri mörkum.

Valsmenn voru tveimur mörkum yfir í hálfleik en eftir frábæra fjórfalda skiptingu hjá Arnari Gunnlaugssyni tókst Víkingum að snúa við taflinu og vinna leikinn 3-2.

Víkingur er því komið með 102 mörk í öllum keppnum á tímabilinu en liðið hefur skorað 61 mark í deild, 16 í Evrópu og 24 í bikarnum og þá gerði liðið eitt mark í Meistarar meistaranna í vor. Þess má geta að Lengjubikarinn telst ekki með, sem er talið sem æfingamót.

Þetta er í fyrsta sinn sem karlalið í efstu deild nær þessum magnaða árangri. Stórkostleg lið ÍA undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar skoraði 77 mörk tímabilið 1993 og þá hafa Blikar skorað 76 mörk á þessari leiktíð í öllum keppnum.

Það þótti auðvitað töluvert erfiðara að raða inn mörkum hér áður en efsta deild var með tíu lið alveg til 2008 er það var fjölgað í tólf liða deild.

Í kvennaboltanum hefur þremur félögum tekist að afreka þetta og oftar en einu sinni. Draumalið Vals sem vann efstu deild frá 2006 til 2010 afrekað þetta þrisvar sinnum á því tímabili. Liðið skoraði 134 mörk í öllum keppnum árið 2008 og 117 mörk árið áður og þá gerði það 102 mörk árið 2009.

Kvennalið Breiðabliks náði þessum áfanga árið 1996 og skoraði þá 103 mörk í öllum keppnum á meðan KR gerði þetta árið 2002 og skoraði þá 101 mark í deild- og bikar.
Athugasemdir
banner
banner