banner
   fim 06. október 2022 09:30
Elvar Geir Magnússon
Stjórahræringar - Musiala varakostur Liverpool
Powerade
Benítez aftur í ensku úrvalsdeildina?
Benítez aftur í ensku úrvalsdeildina?
Mynd: Getty Images
Liverpool gæti gert tilboð í Musiala.
Liverpool gæti gert tilboð í Musiala.
Mynd: EPA
Arsenal hefur áhuga á Rashford.
Arsenal hefur áhuga á Rashford.
Mynd: Getty Images
Hasenhuttl, Musiala, Bellingham, Rice, Rashford, Benítez og fleiri í slúðurpakkanum. BBC tók sama það helsta úr ensku götublöðunum, og víðar.

Southampton hyggst reka Ralph Hasenhuttl eftir dapra byrjun liðsins á nýju tímabili. (Telegraph)

Steve Cooper, stjóri Nottingham Forest, gæti komið til greina sem næsti stjóri Southampton ef Hasenhuttl verður rekinn. Nottingham Forest er enn að skoða mögulega kosti í þjálfarastólinn í stað Cooper. (Mail)

Ef Nottingham Forest rekur Cooper gæti félagið fengið samkeppni frá Leicester um Rafael Benítez. (Football Insider)

Austurríkismaðurinn Gerhard Struber, stjóri New York Red Bulls, er einnig á blaði hjá Forest. (Sun)

Liverpool mun skoða það að gera tilboð í þýska miðjumanninn Jamal Musiala (19) hjá Bayern München næsta sumar ef félaginu mistekst að landa Jude Bellingham (19) frá Borussia Dortmund. (Mirror)

Gíneumaðurinn Naby Keita (27) mun ekki ræða um nýjan samning við Liverpool fyrr en í fyrsta lagi í janúar. Hans samningur rennur út næsta sumar. (Bild)

Barcelona hefur samþykkt að selja Antoine Griezmann (31) alfarið til Atletico Madrid fyrir helminginn af 40 milljóna evra verðmiðanum. Frakkinn er sem stendur hjá Atletico á lánssamningi. (Marca)

Declan Rice (23), miðjumaður West Ham og enska landsliðsins, verður helsta skotmark Chelsea á næsta ári. (90min)

Everton mun borga aðeins 4,5 milljónir fyrir kaup á enska varnarmanninum Conor Coady (29) frá Wolves áður en tímabilinu lýkur. Coady er á lánssamningi hjá Everton. (Telegraph)

Arsenal fylgist með stöðu Marcus Rashford hjá Manchester United (24) og gæti gert tilboð í enska sóknarmanninn. (Football Insider)

Lionel Messi (33) hefur ekki fengið nýtt samningstilboð en samningur hans við Paris St-Germain rennur út eftir tímabilið. Barcelona hefur áhuga á að fá hann til baka. (Fabrizio Romano)

Messi hefur áhuga á endurkomu til Barcelona en ein af hindrununum er samband hans við forseta félagsins, Joan Laporta. (Mail)

Pedro Martins, fyrrum stjóri Olympiakos, er nálægt því að vera ráðinn stjóri hjá Hull. (TalkSport)

Enski sóknarmaðurinn Eddie Nketiah (23) segist vera pirraður yfir spiltíma sínum hjá Arsenal síðan hann skrifaði undir fimm ára samning í sumar. Hann er ákveðinn í að sýna að hann eigi skilið að spila meira. (Mail)

Ameríski fjárfestahópurinn LAMF Global Ventures Corp hefur sýnt áhuga á að taka yfir Everton en allt er er á byrjunarstigi. (Liverpool Echo)
Athugasemdir
banner
banner
banner