Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 06. nóvember 2019 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
ÍA tekur á móti Derby í Evrópukeppni unglingaliða
ÍA eru Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára í 2. flokki.
ÍA eru Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára í 2. flokki.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Annar flokkur ÍA mætir Derby County í Evrópukeppni unglingaliða, og fer leikurinn fram á Víkingsvelli. Þetta er fyrri leikur liðanna í annarri umferð keppninnar.

ÍA er ríkjandi Íslandsmeistari í 2. flokki og U18 lið Derby varð Englandsmeistari á síðustu leiktíð.

ÍA rústaði Levadia Tallinn frá Eistlandi í síðustu umferð samanlagt 16-1 og fór Derby illa með FC Minsk frá Hvíta-Rússlandi, samanlagt 9-2.

Í kvöld mætast ÍA og Derby, en leikurinn hefst 19:00 og verður í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.

Síðari leikurinn fer fram á Pride Park, aðalvelli Derby, miðvikudaginn 27. nóvember en leikvangurinn tekur rúmlega 33 þúsund áhorfendur í sæti.

Leikur dagsins:
19:00 ÍA - Derby County (Víkingsvöllur)


Athugasemdir
banner
banner