Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 06. nóvember 2019 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jasmín Erla tvisvar skorað tvennu - Markatalan 59:2 hjá liðinu
Jasmín Erla Ingadóttir.
Jasmín Erla Ingadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jasmín Erla Ingadóttir er að gera flotta hluti með Apollon Limassol í efstu deild á Kýpur.

Jasmín Erla var lánuð til Apollon frá Stjörnunni eftir að tímabilinu hér heima lauk. Hún er í láni á Kýpur til 31. mars 2020.

„Hér kom upp sú staða að eitt af þeim fjölmörgu erlendu félögum sem við eigum í sterku sambandi við leitaði til okkar um aðstoð við að útvega sér hágæða miðjumann. Við vorum svo heppin að hafa einmitt slíkan leikmann innan okkar raða," sagði Einar Páll Tamimi, formaður meistaraflokksráðs Stjörnunnar, um félagaskiptin.

Apollon hefur farið vel af stað á Kýpur og er í efsta sæti eftir sjö umferðir með fullt hús stiga og markatöluna 59:2.

Morgunblaðið segir frá því að Jasmín sé með fjögur mörk í fjórum leikjum fyrir sitt nýja félag.

Hún hafi skorað tvö mörk í 7-1 sigri á Omonia, og aftur hafi hún gert tvö mörk í 9-0 sigri á Lakatamia.

Flottur árangur hjá Jasmín sem skoraði fimm mörk í 18 leikjum með Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner