Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 06. nóvember 2019 08:11
Magnús Már Einarsson
Klopp: Spurðum hvort Aston Villa gæti spilað í Katar
Jurgen Klopp stjóri Liverpool.
Jurgen Klopp stjóri Liverpool.
Mynd: Getty Images
„Við spurðum Aston Villa hvort þeir vildu koma til Katar og spila leikinn þar," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, í gríni í gærkvöldi aðspurður út í stöðuna sem er komin upp hjá liðinu.

Liverpool mætir Aston Villa á útivelli í enska deildabikarnum þriðjudaginn 17. desember en daginn eftir spilar liðið í undanúrslitum HM félagsliða í Katar.

Liverpool mun stilla upp tveimur mismunandi liðum í leikjunum en reikna má með að um verði að ræða hálfgert unglingalið í leiknum gegn Aston Villa.

Klopp er ekki skemmt yfir þessu mikla leikjaálagi og vill að fundin sé lausn til framtíðar.

„Við þurfum að finna lausnir. Vandamálin eru augljós. Á hverju ári gerum við það sama. Sumum finnst þetta fyndið - 'fimm leikir á þremur dögum - sjáum hvernig það kemur út," sagði Klopp.

Leikir Liverpool út árið
10. nóvember Liverpool-Manchester City
23. nóvember Crystal Palace-Liverpool
27. nóvember Liverpool-Napoli
30. nóvember Liverpool-Brighton
4. desember Liverpool-Everton
7. desember Bournemouth-Liverpool
10. desember Red Bull Salzburg-Liverpool
14. desember - Liverpool-Watford
17. desember - Aston Villa-Liverpool
18. desember - Undanúrslit á HM félagsliða
21. desember - Úrslit á HM félagsliða?
26. desember - Leicester-Liverpool
29. desember - Liverpool-Wolves
Athugasemdir
banner
banner
banner