Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 06. nóvember 2019 08:30
Magnús Már Einarsson
Manchester United fylgist með McNeil
Powerade
Dwight McNeil.
Dwight McNeil.
Mynd: Getty Images
Xhaka verður mögulega seldur frá Arsenal.
Xhaka verður mögulega seldur frá Arsenal.
Mynd: Getty Images
Allegri kemur við sögu í pakka dagsins.
Allegri kemur við sögu í pakka dagsins.
Mynd: Getty Images
Það eru alls konar kjaftasögur í slúðurpakka dagsins. Njótið!



Red Bull Salzburg hefur sett 86 milljóna punda verðmiða á framherjann Erling Braut Haaland. (Tuttosport)

Barcelona og Real Madrid vilja bæði kaupa Haaland. (Marca)

Juventus sendi njósnara til að fylgjast með Haaland í leiknum gegn Napoli í Meistaradeildinni í gækvöldi. (Calciomercato)

Arsenal gæti reynt að selja Granit Xhaka (27) í janúar en hann hefur verið sviptur fyrirliðabandinu hjá liðinu. (Mirror)

Leicester hefur áhuga á nígeríska framherjanum Emmanuel Dennis hjá Club Brugge en hann kostar 20 milljónir punda. (Mirror)

Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, segir að draumur Kylian Mbappe sé að spila með Real einn daginn. (AS)

Manchester United er að fylgjast með Dwight McNeil (19) kantmanni Burnley. McNeil spilaði í yngri flokkum United en fékk ekki áframhaldandi samning þegar hann var 14 ára gamall. (Sun)

Aston Villa ætlar að hafna tilboði frá Manchester United í skoska miðjumanninn John McGinn (25). (Birmingham Mail)

Marcelo Lippi, fyrrum þjálfari ítalska landsliðsins, segir að Massimiliano Allegri sé fullkominn fyrir Manchester United. (Mail)

Allegri væri rétti maðurinn fyrir Bayern Munchen að sögn Luca Toni fyrrum framherja liðsins. (Goal)

Arsene Wenger hefur áhuga á að taka við Bayern Munchen. (Bein Sports)

Stoke vill fá Steve Clarke, landsliðsþjálfara Skota í stjórastólinn. (Sun)

Mason Mount (20) miðjumaður Chelsea hefur blásið á sögusagnir þess efnis að hann gæti farið til Real Madrid eða Barcelona. (Express)

Ed Woodward, framkvæmdastjóri Manchester United, vildi fá Marco Verratti (27) miðjumann PSG og Raphael Varane (26) varnarmann Real Madrid áður en hann hætti að skipta sér að leikmannakaupum félagsins. (Manchester Evening News)

Wolves og Bournemouth vilja fá Karlan Grant (22) framherja Huddersfield í janúar. (Sun)

Real Madrid hefur rætt við Fabian Ruiz (23) miðjumann Napoli um að ganga í raðir félagsins fyrir næsta tímabil. (ESPN)

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, segist vera ánægður með Christian Eriksen (27) þrátt fyrir að hann hafi verið orðaður við brottför frá félaginu. (Football London)

Barcelona ætlar að fylgjast með miðjumanninum Kai Havertz (20) þegar hann spilar með Bayer Leverkusen gegn Atletico Madrid í kvöld. (ESPN)

Sam Allardyce segist hafa misst af því að krækja í Jamie Vardy þegar hann var stjóri West Ham á sínum tíma. Allardyce reyndi að kaupa Vardy frá Fleetwood Town á eina milljón punda. (Talksport)
Athugasemdir
banner
banner
banner