Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 06. nóvember 2019 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin í dag - Stjóralaust Bayern á heimaleik
Kovac var rekinn frá Bayern á sunnudag.
Kovac var rekinn frá Bayern á sunnudag.
Mynd: Getty Images
Man City spilar gegn Atalanta á útivelli.
Man City spilar gegn Atalanta á útivelli.
Mynd: Getty Images
Það verður leikið í A-, B-, C- og D-riðlum Meistaradeildar Evrópu í kvöld, og heldur fjórða leikvika riðlakeppninnar áfram.

Fyrir leiki dagsins eru þrjú lið með fullt hús stiga eftir þrjá leiki. Paris Saint-Germain í A-riðli, Bayern í B-riðli og Manchester City í C-riðlinum.

Í D-riðlinum eru Juventus og Atletico bæði með sjö stig.

Klukkan 17:55 eru tveir leikir. Bayern, sem er stjóralaust í augnablikinu, mætir Olympiakos í Bæjaralandi og í Rússlandi tekur Lokomotiv Moskva á móti Juventus.

Niko Kovac var rekinn sem stjóri Bayern á sunnudag. Hans-Dieter Flick og Hermann Gerland stýra liðinu til bráðabirgða.

Klukkan 20:00 eru svo sex leikir. Leikur Atalanta og Man City er sýndur á Stöð 2 Sport 2, Real Madrid og Galatasaray mætast í beinni á Stöð 2 Sport 3 og Rauða Stjarnan tekur á móti Tottenham í beinni á Stöð 2 Sport 4.

Hér að neðan má sjá alla leiki dagsins.

miðvikudagur 6. nóvember

Riðill - A
20:00 PSG - Club Brugge
20:00 Real Madrid - Galatasaray (Stöð 2 Sport 3)

Riðill - B
17:55 Bayern - Olympiakos (Stöð 2 Sport 2)
20:00 Rauða stjarnan - Tottenham (Stöð 2 Sport 4)

Riðill - C
20:00 Dinamo Zagreb - Shakhtar D
20:00 Atalanta - Man City (Stöð 2 Sport 2)

Riðill - D
17:55 Lokomotiv - Juventus
20:00 Leverkusen - Atletico Madrid

Hægt er að sjá stöðuna í riðlunum með því að smella hér.
Athugasemdir
banner