Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 06. nóvember 2019 11:18
Magnús Már Einarsson
Wenger efstur á óskalista Bayern - Rangnick útilokaður
Mynd: Getty Images
The Guardian segir frá því í dag að Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal, sé efstur á óskalista Bayern Munchen. Bayern er í leit að eftirmanni Niko Kovac sem var rekinn um helgina eftir 5-1 tap gegn Frankfurt.

Hinn sjötugi Wenger er sjálfur spenntur fyrir starfinu en hann gæti gert samning út tímabilið.

Erik ten Hag, þjálfari Ajax, og Thomas Tuchel, þjálfari PSG, eru síðan sagðir á óskalista Bayern næsta sumar en Wenger gæti stýrt liðinu þangað til.

Ralf Rangnick, yfirmaður íþróttamála hjá RB Leipzig, hefur líka verið orðaður við starfið en umboðsmaður hans Marc Kosicke hefur útilokað hann.

„Við teljum að Ralf Rangnick komi með eitthvað sem Bayern er ekki að leita að í augnablikinu. Þess vegna er ekkert vit í að fara í samningaviðræður," sagði Kosicke.

Sjá einnig:
Wenger vill taka við Bayern
Athugasemdir
banner
banner
banner