Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 06. nóvember 2020 21:48
Victor Pálsson
England: Southampton á toppinn í fyrsta sinn
Mynd: Getty
Southampton 2 - 0 Newcastle
1-0 Che Adams('7)
2-0 Stuart Armstrong('82)

Southampton er komið á toppinn í ensku úrvalsdeildinni eftir leik við Newcastle í áttundu umferð deildarinnar í kvöld.

Southampton hefur byrjað tímabilið af miklum krafti og var fyrir leikinn með 13 stig eftir fyrstu sjö leikina. Newcastle var að sama skapi með 11.

Heimamenn byrjuðu leikinn mjög vel og á sjöundu mínútu skoraði Che Adams með góðu skoti innan teigs eftir vandræðagang í vörn Newcastle.

Southampton var heilt yfir mun sterkari á St. Mary's og bætti við öðru marki sínu á 86. mínútu er Stuart Armstrong skoraði með öðrui góðu skoti utan teigs.

Gestirnir frá Newcastle sköpuðu afskaplega lítið í viðureigninni og var sigurinn sanngjarn að lokum.

Southampton er með 16 stig í toppsætinu, jafn mörg stig og Liverpool sem á leik til góða á sunnudag gegn Manchester City.

Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem liðið er í toppsæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner